Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 17:27 Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst út. Hún, ásamt foreldrum, hafa sofið við hellinn undanfarna daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum fyrr í dag í aðgerð sem heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona en aðeins átta tíma tók að koma þeim út. Þeir voru fluttir strax á sjúkrahús í Chiang Rai borg. Yfirvöld hafa ekki gefið út nöfn þeirra sem bjargað var úr hellinum en á samfélagsmiðlum og í taílenskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið greint frá því að einn þeirra hafi verið hinn fjórtán ára gamli Mongkhol Boonpiam. Móðir hans segist hafa frétt af í gegnum samfélagsmiðla að sonur hennar kunni að vera kominn út. „Ég heyrði nafnið hans, Mongkhol, og ég varð hamingjusöm,“ sagði Namhom Boonpiam, móðir drengsins í samtali við Guardian.Drengjunum var ekið í burtu um leið í sjúkrabílum.Vísir/GettyKafararnir föðmuðu drengina um leið og ljóst var að þeir væru hólpnir Hún hefur undanfarna daga dvalið við hellinn dag og nótt og beðið fregna, líkt og margir aðrir foreldrar þeirra sem fastir eru í hellinum. Hún hefur þó ekki ákveðið hvað sé það fyrsta sem hún muni segja við hann þegar þau hittast á nýjan leik. „Ég verð að hitta hann fyrst,“ sagði Namhom. Talið er að Mongkhol hafi verið fyrstur drengjanna til þess að komast út úr hellinum með hjálp kafara, sem föðmuðu strákanna fjóra um leið og ljóst var að þeir væru lausir úr prísundinni. „Þetta tókst meistaralega vel,“ sagði Narongsak Osatanakorn, sem stýrir björgunaraðgerðunum. Átta drengir og þjálfari þeirra eru þó enn í sömu sporum inn í hellinum. Hlé hefur verið gert á björgunaraðgerðum en búist er við að þær muni hefjast aftur klukkan átta á morgun að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst út. Hún, ásamt foreldrum, hafa sofið við hellinn undanfarna daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum fyrr í dag í aðgerð sem heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona en aðeins átta tíma tók að koma þeim út. Þeir voru fluttir strax á sjúkrahús í Chiang Rai borg. Yfirvöld hafa ekki gefið út nöfn þeirra sem bjargað var úr hellinum en á samfélagsmiðlum og í taílenskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið greint frá því að einn þeirra hafi verið hinn fjórtán ára gamli Mongkhol Boonpiam. Móðir hans segist hafa frétt af í gegnum samfélagsmiðla að sonur hennar kunni að vera kominn út. „Ég heyrði nafnið hans, Mongkhol, og ég varð hamingjusöm,“ sagði Namhom Boonpiam, móðir drengsins í samtali við Guardian.Drengjunum var ekið í burtu um leið í sjúkrabílum.Vísir/GettyKafararnir föðmuðu drengina um leið og ljóst var að þeir væru hólpnir Hún hefur undanfarna daga dvalið við hellinn dag og nótt og beðið fregna, líkt og margir aðrir foreldrar þeirra sem fastir eru í hellinum. Hún hefur þó ekki ákveðið hvað sé það fyrsta sem hún muni segja við hann þegar þau hittast á nýjan leik. „Ég verð að hitta hann fyrst,“ sagði Namhom. Talið er að Mongkhol hafi verið fyrstur drengjanna til þess að komast út úr hellinum með hjálp kafara, sem föðmuðu strákanna fjóra um leið og ljóst var að þeir væru lausir úr prísundinni. „Þetta tókst meistaralega vel,“ sagði Narongsak Osatanakorn, sem stýrir björgunaraðgerðunum. Átta drengir og þjálfari þeirra eru þó enn í sömu sporum inn í hellinum. Hlé hefur verið gert á björgunaraðgerðum en búist er við að þær muni hefjast aftur klukkan átta á morgun að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45