Tólf ár í dag síðan að Zidane skallaði Materazzi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:30 Marco Materazzi liggur í grasinu eftir að Zinedine Zidane skallaði hann. Vísir/Getty Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira