Tímaskekkja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. júní 2018 08:30 Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar