Svaf í tvo tíma á ferð sinni í kringum landið Bergþór Másson skrifar 30. júní 2018 21:45 Elín V. Magnúsdóttir með hjól í hönd. Facebook/Elín - WOW Cyclothon 2018 Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00