Þorsteinn Egilsson, svæðisstjóri Icelandair fyrir Norður-Ameríku, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tekur hann við starfinu af Eyjólfi Lárussyni en tilkynnt var fyrr á árinu að hann myndi láta af stjórn hjá félaginu á vormánuðum.
Þorsteinn, sem er véla- og iðnverkfræðingur að mennt, hefur gegnt starfi svæðisstjóra Icelandair fyrir Norður-Ameríku frá árinu 2008 en þar áður var hann forstöðumaður leiðarkerfisstjórnunar flugfélagsins.
Allianz hóf starfsemi á Íslandi árið 1994 og býður upp á lífeyristryggingar auk líf- og sjúkdómatrygginga. Félagið er að fullu í eigu Hrings, dótturfélags Íslandsbanka, og á árinu 2016 nam hagnaður þess eftir skatta rúmlega 480 milljónum króna. Tekjur Allianz á Íslandi voru um 1.200 milljónir og voru nánast óbreyttar frá árinu 2015.
Þorsteinn ráðinn framkvæmdastjóri Allianz
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent


Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent
