Afkoma álversins í Straumsvík batnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Afkoman batnaði á milli ára, þrátt fyrir taprekstur, en álverið skilaði tapi upp á 34 milljónir dala árið 2016. Í skýrslu stjórnar félagsins, Rio Tinto á Íslandi hf., segir að markaðsaðstæður hafi haldið áfram að batna á árinu og verð á afurðum hækkað jafnt og þétt. Það hafi leitt til metframleiðslu en framleiðsla kerskála var í heild sinni 211.534 tonn á árinu og jókst um sex þúsund tonn frá fyrra ári. Sölutekjur álversins námu 521 milljón dala og jukust um 37 prósent frá árinu 2016 og þá voru rekstrargjöldin tæplega 522 milljónir dala borið saman við 429 milljónir dala árið áður. Munaði þar mestu um þyngri launakostnað en hann jókst um hátt í fimmtung á síðasta ári. Álverið í Straumsvík skilaði rekstrarhagnaði upp á 619 þúsund dali í fyrra borið saman við 47 milljóna dala rekstrartap árið 2016. Eignir félagsins námu 588 milljónum dala í lok síðasta árs en þær voru 707 milljónir dala í lok árs 2016. Eigið fé var 518 milljónir í lok árs 2017. Þá var fjöldi ársverka 399 á árinu samanborið við 416 árið 2016. Sem kunnugt er gerði norski álframleiðandinn Norsk Hydro kauptilboð í álver Rio Tinto í Straumsvík í febrúar síðastliðnum. Er gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn undir lok þessa mánaðar, að því er segir í ársreikningnum. Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Tengdar fréttir Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn og íslensku orkufyrirtækin. 9. september 2017 23:36 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Afkoman batnaði á milli ára, þrátt fyrir taprekstur, en álverið skilaði tapi upp á 34 milljónir dala árið 2016. Í skýrslu stjórnar félagsins, Rio Tinto á Íslandi hf., segir að markaðsaðstæður hafi haldið áfram að batna á árinu og verð á afurðum hækkað jafnt og þétt. Það hafi leitt til metframleiðslu en framleiðsla kerskála var í heild sinni 211.534 tonn á árinu og jókst um sex þúsund tonn frá fyrra ári. Sölutekjur álversins námu 521 milljón dala og jukust um 37 prósent frá árinu 2016 og þá voru rekstrargjöldin tæplega 522 milljónir dala borið saman við 429 milljónir dala árið áður. Munaði þar mestu um þyngri launakostnað en hann jókst um hátt í fimmtung á síðasta ári. Álverið í Straumsvík skilaði rekstrarhagnaði upp á 619 þúsund dali í fyrra borið saman við 47 milljóna dala rekstrartap árið 2016. Eignir félagsins námu 588 milljónum dala í lok síðasta árs en þær voru 707 milljónir dala í lok árs 2016. Eigið fé var 518 milljónir í lok árs 2017. Þá var fjöldi ársverka 399 á árinu samanborið við 416 árið 2016. Sem kunnugt er gerði norski álframleiðandinn Norsk Hydro kauptilboð í álver Rio Tinto í Straumsvík í febrúar síðastliðnum. Er gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn undir lok þessa mánaðar, að því er segir í ársreikningnum.
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Tengdar fréttir Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn og íslensku orkufyrirtækin. 9. september 2017 23:36 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39
Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15
Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn og íslensku orkufyrirtækin. 9. september 2017 23:36