Stoltur að vera við hlið Guðna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 08:30 Birkir Már Sævarsson. vísir/Vilhelm Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15