Japanir og Senegalar fóru burtu með öll þrjú stigin og allt ruslið líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2018 11:30 Japanir taka til í stúkunni eftir leikinn. Vísir/Getty Japanir og Senegalar byrjuðu heimsmeistaramótið í fótbolta frábærlega í Rússlandi í gær eða með því að vinna 2-1 sigra á sínum mótherjum í fyrsta leik. Stuðningsmenn japanska og senegalska liðsins slógu líka í gegn. Japanir eru mjög kurteis þjóð og þar kunna menn sig. Það bjuggust þó fáir við því að þeir tækju til eftir sig í stúkunni í Saransk en það var einmitt það sem gerðist. Eftir að hafa fagnað frábærum 2-1 sigri á Kólumbíu og skemmt sér vel allan leikinn þá var kominn tími á að fara heim. Ekki þó fyrr en að japönsku stuðningsmennirnir höfðu hreinsað upp allt ruslið í stúkunni sinni.Senegal fans praised for cleaning up stadium after #WorldCup victory over Polandhttps://t.co/XyFU9YQ1s1pic.twitter.com/oIefYxbjP9 — Indy Football (@IndyFootball) June 20, 2018 Japanirnir mættu með ruslapoka með sér og gengu þarna um sætaraðirnar og tóku til. Þeir skildu því við stúkuna eins hreina og hún var þegar þau mættu á svæðið fjórum tímum fyrr. Japönsku stuðningsmennirnir voru reyndar ekki þeir einu sem gerðu þetta. Senegalar sáust líka taka til í sinni stúku eftir sigurleik á móti Póllandi.#TyCSportsMundial Senegal consiguió un triunfo histórico. Pero sus hinchas en lugar de festejar a minutos de terminado el partido, se encargan de limpiar su sector antes de retirarse. #RESPECT. pic.twitter.com/RiKovpfmoT — TyC Sports (@TyCSports) June 19, 2018 Rússneskir mótshaldarar fagna því örugglega ef þetta ætlar að verða tískan á þessu heimsmeistaramóti, að taka til eftir sig. Það verður líka fróðlegt að skoða stúku íslensku stuðningsmannanna eftir leikinn á móti Nígeríu á föstudaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Japanir og Senegalar byrjuðu heimsmeistaramótið í fótbolta frábærlega í Rússlandi í gær eða með því að vinna 2-1 sigra á sínum mótherjum í fyrsta leik. Stuðningsmenn japanska og senegalska liðsins slógu líka í gegn. Japanir eru mjög kurteis þjóð og þar kunna menn sig. Það bjuggust þó fáir við því að þeir tækju til eftir sig í stúkunni í Saransk en það var einmitt það sem gerðist. Eftir að hafa fagnað frábærum 2-1 sigri á Kólumbíu og skemmt sér vel allan leikinn þá var kominn tími á að fara heim. Ekki þó fyrr en að japönsku stuðningsmennirnir höfðu hreinsað upp allt ruslið í stúkunni sinni.Senegal fans praised for cleaning up stadium after #WorldCup victory over Polandhttps://t.co/XyFU9YQ1s1pic.twitter.com/oIefYxbjP9 — Indy Football (@IndyFootball) June 20, 2018 Japanirnir mættu með ruslapoka með sér og gengu þarna um sætaraðirnar og tóku til. Þeir skildu því við stúkuna eins hreina og hún var þegar þau mættu á svæðið fjórum tímum fyrr. Japönsku stuðningsmennirnir voru reyndar ekki þeir einu sem gerðu þetta. Senegalar sáust líka taka til í sinni stúku eftir sigurleik á móti Póllandi.#TyCSportsMundial Senegal consiguió un triunfo histórico. Pero sus hinchas en lugar de festejar a minutos de terminado el partido, se encargan de limpiar su sector antes de retirarse. #RESPECT. pic.twitter.com/RiKovpfmoT — TyC Sports (@TyCSports) June 19, 2018 Rússneskir mótshaldarar fagna því örugglega ef þetta ætlar að verða tískan á þessu heimsmeistaramóti, að taka til eftir sig. Það verður líka fróðlegt að skoða stúku íslensku stuðningsmannanna eftir leikinn á móti Nígeríu á föstudaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira