Sjíamúslimar í pílagrímsför.Vísir/Getty Þetta er seinni hluti fréttaskýringar um forsögu hörmunganna í Jemen, fyrri hlutann má finna hér. Þegar hér er komið við sögu, snemma árs 2015, voru uppreisnarsveitir Húta búnar að leggja undir sig höfuðborgina, Sana‘a. Þeir sátu um forsetahöllina og neyddu forsetann, Hadi, til að segja af sér og leysa upp ríkisstjórn landsins. Hútar mynduðu þá nýja bráðabirgðastjórn. Hadi flúði yfir landamærin til Sádí Arabíu, dró afsögn sína til baka og hét því að berjast áfram gegn Hútum með stuðningi Sáda og annarra bandamanna sinna. Loftárásir hófust skömmu seinna. Sádar réttlættu hernað sinn í Jemen með því að saka Íran um að sjá Hútum fyrir vopnum. Raunar gengu Sádar svo langt að segja Húta ekkert annað en strengjabrúður Írana, meðal annars vegna trúarlegra tenginga. Það er vissulega rétt að Íranar og Hútar tilheyra tæknilega báðir þeirri grein Íslam sem nefnist sjía í daglegu tali. Það segir hins vegar ekki endilega mjög mikið þar sem um er að ræða tvo mismunandi og aðskilda skóla túlkunar sem eiga sér mörghundruð ára sögu aðskilnaðar. Fyrir Wahabistum, og þar með Sádum, er þetta þó allt sama tóbakið. Villutrú sem ber að útrýma.Meint tengsl við Íran Tengslin á milli Húta og Írana eru heldur ekki nærri því eins mikil og haldið hefur verið fram. Þau hafa raunar farið vaxandi eftir því sem líður á stríðið og Hútar hafa átt undir högg að sækja gegn því ofurefli sem þeir eiga við að etja. Þeir hafa kannski hugsað sem svo að fyrst þeir væru nú þegar sakaðir um að ganga erinda Írana gætu þeir allt eins þáð frá þeim vopn.Málaliðar í ÍrakVísir/GettyAuk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Það segir þó ekki nærri því alla söguna því auk þess hafa vestrænir málaliðar verið ráðnir til að sjá um hernaðaraðgerðir á vegum Sáda í Jemen. Um er að ræða málaliða frá fyrirtækinu Academi, sem áður gekk undir nafninu Blackwater og stóð fyrir afar umdeildum aðgerðum í Írak eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003. Þá hafa vestræn ríki stutt hernað Sáda í Jemen með beinum og óbeinum hætti. Þar munar ekki síst um aðstoð bandaríska og breska sjóhersins sem hefur hjálpað til að viðhalda hafnarbanni og halda Jemen í herkví. Sádar hafa meira að segja beitt loftárásum til að stöðva sendingar hjálpargagna í einhverjum tilfellum.Jemen er í herkví og hjálparsamtök þurfa að skammta börnum hrísgrjón þar sem ekki er til nóg til að metta allaVísir/EPA22 milljónir manna án nauðsynja Vegna mikils skorts á ræktarlandi er matvælaöryggi í Jemen ekkert og yfirgnæfandi meirihluti matvæla er innfluttur. Það þýðir að hafnarbannið kemur afar illa við nánast alla þjóðina og um 80% íbúa landsins búa í dag við bráðan skort á öllum nauðsynjum. Íbúar Jemen eru svipað margir og á öllum Norðurlöndunum, 27-28 milljónir. Það er erfitt að ímynda sér ástandið ef 22 milljónir Norðurlandabúa væru að svelta á sama tíma en það er sú staða sem Jemenar búa við.Loftárásirnar virðast oft beinast að almennum borgurumVísir/EPAStríðsglæpir og mannréttindabrot hafa verið hluti af stríðinu í Jemen frá upphafi og hafa allar fylkingar verið sakaðar um slík brot. Sameinuðu þjóðirnar hafa meðal annars sakað Sáda um að varpa vísvitandi sprengjum á almenna borgara og áætla að um 60% af dauðsföllum almennra borgara megi rekja til loftárása Sáda og bandamanna.Nánari rannsókn á tíu tilteknum loftárásum leiddi í ljós að enginn hernaðarlegur tilgangur var með þeim árásum og mörg hundruð almennir borgarar fórust. Þá var eldglóandi hvítu fosfóri varpað yfir íbúabyggð en það er bannað samkvæmt alþjóðalögum. Í einu tilviki fórust 140 manns þegar sprengjum var varpað í miðri jarðaför. Stríðsglæpir Sáda og bandamanna þeirra virðast því umfangsmestir af þeim sem hafa verið rannsakaðir í stríðinu í Jemen, enda í yfirburðarstöðu hernaðarlega miðað við Húta.Hringrás dauðansVísir/GettyÞú borgar (bensín)brúsann Ekkert ríki í heiminum ver nærri því eins stóru hlutfalli af þjóðarframleiðslu sinni til hernaðarútgjalda og Sádí-Arabía eða 10%. Eina ríkið sem kemst nálægt Sádum á þeim lista er Ísrael sem ver þó helmingi minna til að viðhalda sínum mikla hernaðarmætti eða 5% af þjóðarframleiðslu. Til að setja tölurnar í samhengi þá má segja að hundraðist hver líter sem þú notar af bensíni renni beint til vopnakaupa í Sádí-Arabíu. Sádar framleiða rúmlega tíu milljón tunnur af hráolíu á dag, sem er um tíu prósent af heildarframleiðslu heimsins. Það þýðir í raun að um það bil einn líter af hverjum hundrað bensínlítrum sem seldur er í öllum heiminum fer rakleitt í að fjármagna stríðsrekstur Sáda í Jemen. Öll heimsbyggðin fjármagnar þannig stríðið með óbeinum hætti.Olíuauður Sáda gerir þeim kleift að verja margfalt hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu til hernaðarmála en nokkur önnur þjóðVísir/GettyÞað kemur sér vel fyrir marga, ekki síst vopnaframleiðendur og þá sem hafa milligöngu um vopnasöluna. Sádar kaupa bandarísk og bresk vopn fyrir þúsundir milljarða. Með í kaupunum fylgir hernaðaraðstoð; breskir og bandarískir hernaðarráðgjafar aðstoða Sáda við skipulagningu loftárása í Jemen. Bandaríkjamenn hafa meira að segja selt Sádum vopn sem eru bönnuð samkvæmt alþjóðalögum, t.d. klasasprengjur. Aðstoðin kemur að vestan, peningarnir koma að vestan og öll vopnin koma sömuleiðis frá vesturlöndum. Margir í Miðausturlöndum líta því hreinlega á Sáda sem skjólstæðinga Vesturveldanna á svæðinu og hernað þeirra í Jemen sem framlengingu á heimsvaldastefnu vestursins. Það má svo sannarlega færa rök fyrir ábyrgð Vesturlandabúa á þeim sögulegu hörmungum sem nú eiga sér stað í Jemen. Mannréttindasamtök í Bretlandi hafa krafist þess að Bretar hætti að selja Sádum vopn þar sem vitað sé að þau séu notuð til að fremja stríðsglæpi í Jemen. Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Breta til þess að stöðva vopnasendingar til Sáda af sömu ástæðu.Samgöngustofa veitti undanþágu fyrir vopnaflutningunumHergögn í háloftunum Þessi mál teygðu anga sína alla leið til Íslands og þá ekki bara í gegnum bensíndæluna sem fjármagnar stríðið. Vopnin sjálf áttu viðkomu í íslenskum flugvélum eins og kom fram í umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í febrúar á þessu ári. Það var flugfélagið Air Atlanta sem flutti vopnin fyrir Sáda og í fréttum kom fram að íslensk stjórnvöld þyrftu að veita heimild í hvert sinn. Það hefði verið gert 5 til 10 sinnum á ári undanfarin ár. Alþingismenn úr nokkrum flokkum töluðu um það sem stórkostlegt hneyksli sem yrði að taka föstum tökum þar sem ekki væri hægt að sætta sig við slíka hergagnaflutninga með samþykki íslenskra stjórnvalda. Samtök hernaðarandstæðinga kærðu Atlanta fyrir brot a lögum um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu. Eftir töluverða umræðu var í framhaldinu ákveðið að slíkar leyfisveitingar til hergagnaflutninga færu framvegis í gegnum utanríkisráðuneytið en ekki samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og áður var. Var það gert vegna þeirra augljósu tenginga sem eru á milli heimilda til hergagnaflutninga og skuldbindinga og stefnu Íslands á alþjóðavettvangi.Jemensk börn leika sér í fótbolta í ljósaskiptunum. Sandur og ryk er einkennandi fyrir landslagið og aðeins 3% landsins er nýtanlegt sem ræktarlandVísir/GettyHvernig sem vopnin komast til Sáda er ljóst að þeir eru hvergi nærri hættir að vígbúast og munu láta finna fyrir sér hernaðarlega í auknum mæli í framtíðinni. Helsta skotmark þeirra er auðvitað Íran, sem fyrr, en beinn hernaður er óhugsandi þessa stundina af fjölmörgum ástæðum. Því má ætla að Jemen og grannríki verði áfram vígvöllur í þessu kalda stríði Miðausturlandanna um ókomna framtíð. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna segir að friðarviðræður eigi að hefjast aftur í næsta mánuði en í millitíðinni bíður 28 milljón manna þjóð á milli vonar og ótta eftir næstu sendingu af vatni, mat og lyfjum. Fréttaskýringar Kúveit Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Öryggisráðið fundar í dag vegna árásarinnar í Jemen Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem búa í Hodeidah. 14. júní 2018 09:02 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Sjíamúslimar í pílagrímsför.Vísir/Getty Þetta er seinni hluti fréttaskýringar um forsögu hörmunganna í Jemen, fyrri hlutann má finna hér. Þegar hér er komið við sögu, snemma árs 2015, voru uppreisnarsveitir Húta búnar að leggja undir sig höfuðborgina, Sana‘a. Þeir sátu um forsetahöllina og neyddu forsetann, Hadi, til að segja af sér og leysa upp ríkisstjórn landsins. Hútar mynduðu þá nýja bráðabirgðastjórn. Hadi flúði yfir landamærin til Sádí Arabíu, dró afsögn sína til baka og hét því að berjast áfram gegn Hútum með stuðningi Sáda og annarra bandamanna sinna. Loftárásir hófust skömmu seinna. Sádar réttlættu hernað sinn í Jemen með því að saka Íran um að sjá Hútum fyrir vopnum. Raunar gengu Sádar svo langt að segja Húta ekkert annað en strengjabrúður Írana, meðal annars vegna trúarlegra tenginga. Það er vissulega rétt að Íranar og Hútar tilheyra tæknilega báðir þeirri grein Íslam sem nefnist sjía í daglegu tali. Það segir hins vegar ekki endilega mjög mikið þar sem um er að ræða tvo mismunandi og aðskilda skóla túlkunar sem eiga sér mörghundruð ára sögu aðskilnaðar. Fyrir Wahabistum, og þar með Sádum, er þetta þó allt sama tóbakið. Villutrú sem ber að útrýma.Meint tengsl við Íran Tengslin á milli Húta og Írana eru heldur ekki nærri því eins mikil og haldið hefur verið fram. Þau hafa raunar farið vaxandi eftir því sem líður á stríðið og Hútar hafa átt undir högg að sækja gegn því ofurefli sem þeir eiga við að etja. Þeir hafa kannski hugsað sem svo að fyrst þeir væru nú þegar sakaðir um að ganga erinda Írana gætu þeir allt eins þáð frá þeim vopn.Málaliðar í ÍrakVísir/GettyAuk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Það segir þó ekki nærri því alla söguna því auk þess hafa vestrænir málaliðar verið ráðnir til að sjá um hernaðaraðgerðir á vegum Sáda í Jemen. Um er að ræða málaliða frá fyrirtækinu Academi, sem áður gekk undir nafninu Blackwater og stóð fyrir afar umdeildum aðgerðum í Írak eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003. Þá hafa vestræn ríki stutt hernað Sáda í Jemen með beinum og óbeinum hætti. Þar munar ekki síst um aðstoð bandaríska og breska sjóhersins sem hefur hjálpað til að viðhalda hafnarbanni og halda Jemen í herkví. Sádar hafa meira að segja beitt loftárásum til að stöðva sendingar hjálpargagna í einhverjum tilfellum.Jemen er í herkví og hjálparsamtök þurfa að skammta börnum hrísgrjón þar sem ekki er til nóg til að metta allaVísir/EPA22 milljónir manna án nauðsynja Vegna mikils skorts á ræktarlandi er matvælaöryggi í Jemen ekkert og yfirgnæfandi meirihluti matvæla er innfluttur. Það þýðir að hafnarbannið kemur afar illa við nánast alla þjóðina og um 80% íbúa landsins búa í dag við bráðan skort á öllum nauðsynjum. Íbúar Jemen eru svipað margir og á öllum Norðurlöndunum, 27-28 milljónir. Það er erfitt að ímynda sér ástandið ef 22 milljónir Norðurlandabúa væru að svelta á sama tíma en það er sú staða sem Jemenar búa við.Loftárásirnar virðast oft beinast að almennum borgurumVísir/EPAStríðsglæpir og mannréttindabrot hafa verið hluti af stríðinu í Jemen frá upphafi og hafa allar fylkingar verið sakaðar um slík brot. Sameinuðu þjóðirnar hafa meðal annars sakað Sáda um að varpa vísvitandi sprengjum á almenna borgara og áætla að um 60% af dauðsföllum almennra borgara megi rekja til loftárása Sáda og bandamanna.Nánari rannsókn á tíu tilteknum loftárásum leiddi í ljós að enginn hernaðarlegur tilgangur var með þeim árásum og mörg hundruð almennir borgarar fórust. Þá var eldglóandi hvítu fosfóri varpað yfir íbúabyggð en það er bannað samkvæmt alþjóðalögum. Í einu tilviki fórust 140 manns þegar sprengjum var varpað í miðri jarðaför. Stríðsglæpir Sáda og bandamanna þeirra virðast því umfangsmestir af þeim sem hafa verið rannsakaðir í stríðinu í Jemen, enda í yfirburðarstöðu hernaðarlega miðað við Húta.Hringrás dauðansVísir/GettyÞú borgar (bensín)brúsann Ekkert ríki í heiminum ver nærri því eins stóru hlutfalli af þjóðarframleiðslu sinni til hernaðarútgjalda og Sádí-Arabía eða 10%. Eina ríkið sem kemst nálægt Sádum á þeim lista er Ísrael sem ver þó helmingi minna til að viðhalda sínum mikla hernaðarmætti eða 5% af þjóðarframleiðslu. Til að setja tölurnar í samhengi þá má segja að hundraðist hver líter sem þú notar af bensíni renni beint til vopnakaupa í Sádí-Arabíu. Sádar framleiða rúmlega tíu milljón tunnur af hráolíu á dag, sem er um tíu prósent af heildarframleiðslu heimsins. Það þýðir í raun að um það bil einn líter af hverjum hundrað bensínlítrum sem seldur er í öllum heiminum fer rakleitt í að fjármagna stríðsrekstur Sáda í Jemen. Öll heimsbyggðin fjármagnar þannig stríðið með óbeinum hætti.Olíuauður Sáda gerir þeim kleift að verja margfalt hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu til hernaðarmála en nokkur önnur þjóðVísir/GettyÞað kemur sér vel fyrir marga, ekki síst vopnaframleiðendur og þá sem hafa milligöngu um vopnasöluna. Sádar kaupa bandarísk og bresk vopn fyrir þúsundir milljarða. Með í kaupunum fylgir hernaðaraðstoð; breskir og bandarískir hernaðarráðgjafar aðstoða Sáda við skipulagningu loftárása í Jemen. Bandaríkjamenn hafa meira að segja selt Sádum vopn sem eru bönnuð samkvæmt alþjóðalögum, t.d. klasasprengjur. Aðstoðin kemur að vestan, peningarnir koma að vestan og öll vopnin koma sömuleiðis frá vesturlöndum. Margir í Miðausturlöndum líta því hreinlega á Sáda sem skjólstæðinga Vesturveldanna á svæðinu og hernað þeirra í Jemen sem framlengingu á heimsvaldastefnu vestursins. Það má svo sannarlega færa rök fyrir ábyrgð Vesturlandabúa á þeim sögulegu hörmungum sem nú eiga sér stað í Jemen. Mannréttindasamtök í Bretlandi hafa krafist þess að Bretar hætti að selja Sádum vopn þar sem vitað sé að þau séu notuð til að fremja stríðsglæpi í Jemen. Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Breta til þess að stöðva vopnasendingar til Sáda af sömu ástæðu.Samgöngustofa veitti undanþágu fyrir vopnaflutningunumHergögn í háloftunum Þessi mál teygðu anga sína alla leið til Íslands og þá ekki bara í gegnum bensíndæluna sem fjármagnar stríðið. Vopnin sjálf áttu viðkomu í íslenskum flugvélum eins og kom fram í umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í febrúar á þessu ári. Það var flugfélagið Air Atlanta sem flutti vopnin fyrir Sáda og í fréttum kom fram að íslensk stjórnvöld þyrftu að veita heimild í hvert sinn. Það hefði verið gert 5 til 10 sinnum á ári undanfarin ár. Alþingismenn úr nokkrum flokkum töluðu um það sem stórkostlegt hneyksli sem yrði að taka föstum tökum þar sem ekki væri hægt að sætta sig við slíka hergagnaflutninga með samþykki íslenskra stjórnvalda. Samtök hernaðarandstæðinga kærðu Atlanta fyrir brot a lögum um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu. Eftir töluverða umræðu var í framhaldinu ákveðið að slíkar leyfisveitingar til hergagnaflutninga færu framvegis í gegnum utanríkisráðuneytið en ekki samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og áður var. Var það gert vegna þeirra augljósu tenginga sem eru á milli heimilda til hergagnaflutninga og skuldbindinga og stefnu Íslands á alþjóðavettvangi.Jemensk börn leika sér í fótbolta í ljósaskiptunum. Sandur og ryk er einkennandi fyrir landslagið og aðeins 3% landsins er nýtanlegt sem ræktarlandVísir/GettyHvernig sem vopnin komast til Sáda er ljóst að þeir eru hvergi nærri hættir að vígbúast og munu láta finna fyrir sér hernaðarlega í auknum mæli í framtíðinni. Helsta skotmark þeirra er auðvitað Íran, sem fyrr, en beinn hernaður er óhugsandi þessa stundina af fjölmörgum ástæðum. Því má ætla að Jemen og grannríki verði áfram vígvöllur í þessu kalda stríði Miðausturlandanna um ókomna framtíð. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna segir að friðarviðræður eigi að hefjast aftur í næsta mánuði en í millitíðinni bíður 28 milljón manna þjóð á milli vonar og ótta eftir næstu sendingu af vatni, mat og lyfjum.
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28
Öryggisráðið fundar í dag vegna árásarinnar í Jemen Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem búa í Hodeidah. 14. júní 2018 09:02
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30