Þetta kemur fram í frétt á vef Spalar en áður hafði verið greint frá því að stefnt væri að hætta að rukka veggjald í göngin í september.
Þar segir einnig að íslenska ríkið ætli sér ekki að ráða neinn til sín úr núverandi starfsmannahópi Spalar auk þess sem að fagleg úttekt á göngunum mun fara fram í umsjá Mannvits í aðdraganda afhendingarinnar.
Veglyklar innkallaðir og viðskiptavinir fá inneignir greiddar
Alls eru í gildi um 20 þúsund áskriftarsamningar Spalar og viðskiptavina félagsins um afsláttarferðir og í umferð eru um 53 þúsund veglyklar.Í fréttinni sgeir að veglyklar verða innkallaðir gegn greiðslu skilagjalds, viðskiptavinir fá greiddar inneignir sínar á áskriftarreikningum og greitt verður sömuleiðis fyrir ónotaða afsláttarmiða.
Gert er ráð fyrir að slíkt uppgjör standi yfir til loka árs enda sé það tímafrekt ferli.