Skyndibitakeðjan Burger King hefur beðiðst afsökunar á auglýsingu sinni sem þeir létu gera í aðdraganda HM í Rússlandi.
Í auglýsingunni var sagt frá því að þær rússnesku konur sem myndu eignast börn með leikmönnum á HM myndu fá lífstíðarbirgðir af Whopper, einum vinsælasta hamborgara Burger King.
Auglýsingin var svo fjarlægð í gær af samskiptamiðlum Burger King en er enn í gangi á rússneskum miðlum og hefur vakið mikla athygli.
Í auglýsingunni var talað um að þetta ætti að stuðla að betri knattspyrnumönnum í framtíðinni fyrir Rússland og að fæða börn í Rússlandi sem væru með góð fótboltagen.
Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu hamborgaraframleiðandans á rússnesku þar sem beðist er afsökunar á auglýsingunni. Auglýsingin var of gróf.
Burger King baðst afsökunar á grófri HM-auglýsingu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Hrósuðu Alexander Rafni: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“
