Það var ekki leikmaður sem var fyrstur til að meiðast í enska landsliðshópnum á EM því Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, meiddist í dag.
Southgate var úti að hlaupa nærri bækistöðvum enska liðsins í Rússlandi, Repino, en það gekk ekki betur en að hann datt og fór úr axlarlið.
England vann 2-1 sigur á Túnis í fyrsta leik riðilsins en sigurmarkið skoraði Harry Kane í uppbótartíma. Kane skoraði einnig fyrra mark Englands en leikið var á mánudag.
Næsti leikur Englands er gegn Panama á sunnudaginn en athyglivert verður að sjá hvort Southgate verði með fatla á hliðarlínunni.
Útihlaup Southgate endaði með því að hann fór úr axlarlið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti



Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1
