Slökkva á nettengingu landsins á prófatímabilinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:46 Svindl á lokaprófum eru sögð mikið vandamál í Alsír. Vísir/getty Alsírsk stjórnvöld lokuðu á nettengingu landsins í gær vegna lokaprófa í framhaldsskólum landsins. Lokunin verður endurtekin reglulega á næstu dögum en vonast er til að netleysið muni koma í veg fyrir svindl framhaldsskólanema á lokaprófunum. Alls var lokað fyrir netið í tvær klukkustundir í gær, rétt á meðan tvö lokapróf stóðu yfir, og náði netleysið jafnt til hefðbundinna nettenginga sem og farsímanetkerfis landsins. Öll nettengd raftæki voru tekin af þeim 700 þúsund nemendum sem mættu á einhvern hinna 2000 prófstaða sem settir voru upp í Alsír í gær. Menntamálaráðherra landsins segir í samtali við Guardian að til að tryggja að ekkert raftæki kæmist inn á prófstað hafi nemendum verið gert að labba í gegnum málmleitartæki, ekki ósvipuð þeim og finnast á flugvöllum. Til að koma í veg fyrir að spurningarnar á prófunum lækju til nemenda var komið upp öryggismyndavélum þar sem prófin voru prentuð. Þar að auki var komið fyrir búnaði sem lokaði á allt farsíma- og netsamband í prentsmiðjunni. Svindl á lokaprófum er sagt vera víðtækt vandamál í Alsír. Í lokaprófunum árið 2016 fóru spurningar úr prófunum á mikið flug á samfélagsmiðlum áður en prófdagurinn rann upp. Alsírsk stjórnvöld brugðu því á það ráð í fyrra að loka fyrir samfélagsmiðlanotkun í landinu meðan á prófunum stóð en það dugði víst ekki til. Því hafi niðurstaðan verið sú að einfaldast væri hreinlega að loka alfarið fyrir nettengingu landsins meðan á prófunum stendur. Alsírska prófatímabilinu lýkur á mánudag. Alsír Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Alsírsk stjórnvöld lokuðu á nettengingu landsins í gær vegna lokaprófa í framhaldsskólum landsins. Lokunin verður endurtekin reglulega á næstu dögum en vonast er til að netleysið muni koma í veg fyrir svindl framhaldsskólanema á lokaprófunum. Alls var lokað fyrir netið í tvær klukkustundir í gær, rétt á meðan tvö lokapróf stóðu yfir, og náði netleysið jafnt til hefðbundinna nettenginga sem og farsímanetkerfis landsins. Öll nettengd raftæki voru tekin af þeim 700 þúsund nemendum sem mættu á einhvern hinna 2000 prófstaða sem settir voru upp í Alsír í gær. Menntamálaráðherra landsins segir í samtali við Guardian að til að tryggja að ekkert raftæki kæmist inn á prófstað hafi nemendum verið gert að labba í gegnum málmleitartæki, ekki ósvipuð þeim og finnast á flugvöllum. Til að koma í veg fyrir að spurningarnar á prófunum lækju til nemenda var komið upp öryggismyndavélum þar sem prófin voru prentuð. Þar að auki var komið fyrir búnaði sem lokaði á allt farsíma- og netsamband í prentsmiðjunni. Svindl á lokaprófum er sagt vera víðtækt vandamál í Alsír. Í lokaprófunum árið 2016 fóru spurningar úr prófunum á mikið flug á samfélagsmiðlum áður en prófdagurinn rann upp. Alsírsk stjórnvöld brugðu því á það ráð í fyrra að loka fyrir samfélagsmiðlanotkun í landinu meðan á prófunum stóð en það dugði víst ekki til. Því hafi niðurstaðan verið sú að einfaldast væri hreinlega að loka alfarið fyrir nettengingu landsins meðan á prófunum stendur. Alsírska prófatímabilinu lýkur á mánudag.
Alsír Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira