Dragnea dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2018 23:30 Liviu Dragnea er sagður vera valdamesti maður Rúmeníu. Vísir/epa Dómstóll i Rúmeníu dæmdi í dag Liviu Dragnea, formann stjórnarflokksins PSD, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dragnea var fundinn sekur að hafa tryggt tveimur konum launagreiðslur úr ríkissjóði á árunum 2006 til 2013, þrátt fyrir að þær hafi á þeim tíma verið starfsmenn PSD. Dragnea neitaði sök í málinu og mun áfram vera frjáls ferða sinna þar sem dómnum hefur verið áfrýjað. Í samræmi við rúmensk lög er honum ennfremur heimilt að starfa áfram sem talsmaður og formaður flokksins á meðan málið er fyrir dómstólum. Verði dómurinn staðfestur á æðra dómsstigi væri um mikið reiðarslag að ræða fyrir Dragnea og stjórnmálaferil hans, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir kosningasvindl sem gerir það að verkum að honum er óheimilt að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er þó sagður valdamesti maður landsins og stjórna á bakvið tjöldin. Rúmenum hefur gengið erfiðlega að berjast gegn víðtækri spillingu í landinu, en tugþúsundir Rúmena mótmæltu á götum úti á síðasta ári eftir að ríkisstjórn þar í landi gerði tilraunir til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Breytingunum var ætlað að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu og vildu mótmælendur meina að þær myndu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu. Ekkert varð að lokum úr fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnarinnar. Evrópusambandið Rúmenía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Dómstóll i Rúmeníu dæmdi í dag Liviu Dragnea, formann stjórnarflokksins PSD, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dragnea var fundinn sekur að hafa tryggt tveimur konum launagreiðslur úr ríkissjóði á árunum 2006 til 2013, þrátt fyrir að þær hafi á þeim tíma verið starfsmenn PSD. Dragnea neitaði sök í málinu og mun áfram vera frjáls ferða sinna þar sem dómnum hefur verið áfrýjað. Í samræmi við rúmensk lög er honum ennfremur heimilt að starfa áfram sem talsmaður og formaður flokksins á meðan málið er fyrir dómstólum. Verði dómurinn staðfestur á æðra dómsstigi væri um mikið reiðarslag að ræða fyrir Dragnea og stjórnmálaferil hans, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir kosningasvindl sem gerir það að verkum að honum er óheimilt að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er þó sagður valdamesti maður landsins og stjórna á bakvið tjöldin. Rúmenum hefur gengið erfiðlega að berjast gegn víðtækri spillingu í landinu, en tugþúsundir Rúmena mótmæltu á götum úti á síðasta ári eftir að ríkisstjórn þar í landi gerði tilraunir til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Breytingunum var ætlað að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu og vildu mótmælendur meina að þær myndu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu. Ekkert varð að lokum úr fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnarinnar.
Evrópusambandið Rúmenía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27