Viðskipti innlent

Kaupmáttur aukist um 4%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur hækki á næstunni.
Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur hækki á næstunni. VÍSIR/ERNIR
Kaupmáttur launa hækkaði um 2,4 prósent í maí frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,2 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hagstofan segir að áhrifa kjarasamninga á almennum vinnumarkaði gæti í vísitölunni.

Kveðið hafi verið á um þriggja prósenta almenna launahækkun þann 1. maí 2018 í samningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins (SA) og í kjarasamningi SA og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hafi verið kveðið á um fimm prósenta almenna launahækkun. Vísitala kaupmáttar launa byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs.

Almennt eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólga er meiri en launahækkanir. Hafa þurfi í huga að kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráðstöfunartekna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×