Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 08:26 Tesla eignaðist SolarCity fyrir tveimur árum. Fyrirtækið setur upp sólarsellur fyrir heimili. Vísir/EPA Ákvörðun rafbílaframleiðandans Tesla um að segja upp 9% starfsmanna fyrirtækisins í síðustu viku mun koma hart niður á sólarorkufyrirtæki sem það keypti fyrir tveimur árum. Á annan tug uppsetningarstaða fyrir sólasellur verður meðal annars lokað. Tesla keypti sölu- og uppsetningarfyrirtækið SolarCity fyrir 2,6 milljarða dollara fyrir tveimur árum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma. Sumir hluthafar töldu að með henni væri Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, að bjarga sólarorkufyrirtækinu á kostnað hluthafa Tesla. Tveir frændur Musk stofnuðu SolarCity. Nú segir Reuters-fréttastofan að fjórtán starfsstöðva þeirrar deildar Tesla sem var áður SolarCity verði lokað og að smásölusamningi við búsáhaldaverslunarkeðjuna Home Depot. Um helmingur sölunnar er sögð hafa komið í gegnum þann samning. Ekki liggur fyrir hversu mörgum starfsmönnum sólarorkudeildarinnar verður sagt upp. Tesla segist eiga von á að hlutfallið verði í samræmi við 9% heildarfækkun starfsfólks fyrirtækisins. Samdráttur hefur orðið í uppsetningum á sólarsellum eftir að SolarCity gekk inn í Tesla. Þannig setti Tesla upp 76 megavött af sólarorku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, borið saman við 200 megavött á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar SolarCity var leiðandi á markaðinum. Tesla hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, ekki síst vegna erfiðleika fyrirtækisins við að auka framleiðslu sína og fylla pantanir. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ákvörðun rafbílaframleiðandans Tesla um að segja upp 9% starfsmanna fyrirtækisins í síðustu viku mun koma hart niður á sólarorkufyrirtæki sem það keypti fyrir tveimur árum. Á annan tug uppsetningarstaða fyrir sólasellur verður meðal annars lokað. Tesla keypti sölu- og uppsetningarfyrirtækið SolarCity fyrir 2,6 milljarða dollara fyrir tveimur árum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma. Sumir hluthafar töldu að með henni væri Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, að bjarga sólarorkufyrirtækinu á kostnað hluthafa Tesla. Tveir frændur Musk stofnuðu SolarCity. Nú segir Reuters-fréttastofan að fjórtán starfsstöðva þeirrar deildar Tesla sem var áður SolarCity verði lokað og að smásölusamningi við búsáhaldaverslunarkeðjuna Home Depot. Um helmingur sölunnar er sögð hafa komið í gegnum þann samning. Ekki liggur fyrir hversu mörgum starfsmönnum sólarorkudeildarinnar verður sagt upp. Tesla segist eiga von á að hlutfallið verði í samræmi við 9% heildarfækkun starfsfólks fyrirtækisins. Samdráttur hefur orðið í uppsetningum á sólarsellum eftir að SolarCity gekk inn í Tesla. Þannig setti Tesla upp 76 megavött af sólarorku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, borið saman við 200 megavött á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar SolarCity var leiðandi á markaðinum. Tesla hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, ekki síst vegna erfiðleika fyrirtækisins við að auka framleiðslu sína og fylla pantanir.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13