„Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 22. júní 2018 10:15 Þessi unga stúlka kann alveg örugglega Vertu til og gæti fengið tæplega 40 þúsund Rússa á band Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Hvert íslenskt mannsbarn þekkir lagið Vertu til. Stemmningslag sem aldrei er of oft sungið. Lagið er rússneskt en Tryggvi Þorsteinsson samdi íslenskan texta við lagið. Einhverjir snillingar bættu svo við „Hey“ aftan við lagið sem kryddar það og gerir það enn meira spennandi fyrir leikskólabörn að fagna í lokin. Lagið var samið árið 1938 af Rússanum Matvei Isaakovich Blanter en upprunalegi textinn var saminn af Mikhail Isakovsky. Ungar skólastúlkur frumfluttu lagið árið 1941 í Moskvu sem kveðju til rússneskra hermanna sem voru á leið á vígstöðvar seinni heimstyrjaldarinnar. Talið er að um 2000 íslenskir stuðningsmenn verði í flugnabúrinu í Volgograd þegar flautað var til leiks í dag. Þýskur þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr, á von á 250 stuðningsmönnum Nígeríu og 20 þúsund stuðningsmönnum Íslands. Um 40 þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn í dag en leikvangurinn tekur tæplega 46 þúsund manns í sæti. Langflestir áhorfendur verða væntanlega rússneskir. Ein leið til að vinna Rússann á sitt band í leiknum væri að syngja Vertu til oft og títt. Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. Hér að neðan er íslenski textinn.Vertu til Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka og rækta nýjan skóg, sveifla haka og rækta nýjan skóg. (Hey!)Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Hvert íslenskt mannsbarn þekkir lagið Vertu til. Stemmningslag sem aldrei er of oft sungið. Lagið er rússneskt en Tryggvi Þorsteinsson samdi íslenskan texta við lagið. Einhverjir snillingar bættu svo við „Hey“ aftan við lagið sem kryddar það og gerir það enn meira spennandi fyrir leikskólabörn að fagna í lokin. Lagið var samið árið 1938 af Rússanum Matvei Isaakovich Blanter en upprunalegi textinn var saminn af Mikhail Isakovsky. Ungar skólastúlkur frumfluttu lagið árið 1941 í Moskvu sem kveðju til rússneskra hermanna sem voru á leið á vígstöðvar seinni heimstyrjaldarinnar. Talið er að um 2000 íslenskir stuðningsmenn verði í flugnabúrinu í Volgograd þegar flautað var til leiks í dag. Þýskur þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr, á von á 250 stuðningsmönnum Nígeríu og 20 þúsund stuðningsmönnum Íslands. Um 40 þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn í dag en leikvangurinn tekur tæplega 46 þúsund manns í sæti. Langflestir áhorfendur verða væntanlega rússneskir. Ein leið til að vinna Rússann á sitt band í leiknum væri að syngja Vertu til oft og títt. Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. Hér að neðan er íslenski textinn.Vertu til Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka og rækta nýjan skóg, sveifla haka og rækta nýjan skóg. (Hey!)Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira