Íslenska samfélagið var límt við skjáinn að vanda og lét skoðanir sínar í ljós á Twitter eins og svo oft áður.
Við hefðum unnið við íslenskar aðstæður; gamla Valsmölin, rok, rigning, 4 gràður. #HMRuv#fyrirIsland
— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) June 22, 2018
Hvaða helvítis vörusvik eru það að bjóða upp á fokkings 48 stiga hita í Rússlandi til að ganga frá Íslendingum, gátum við ekki fengið leik í Síberíu þá frekar? #hmruv
— Einar Matthías (@einarmatt) June 22, 2018
Fótboltalandsliðið að taka mið af handboltalandsliðinu á HM. Aldrei vinna leikinn sem við eigum að vinna og treysta á önnur úrslit í loka umferðinni meðan við verðum að vinna Króatíu. Alltaf klassísk... #ISL
— Pétur Sæmundsen (@PeturSaem) June 22, 2018
Eigum það til að fara örlitið fram ur okkur varðandi væntingar. Arfaslakur leikur engu að siður. Oþarfi að slökkva a partyinu strax. Einn leikur eftir. #HMRuv#ISLNGR#fotbolti#pollyana
— Vilhelm Gauti (@VilliGauti) June 22, 2018
Slakir í dag og töpuðum ekki útaf leikformi. Erum eina liðið sem talar um leikform á HM.
— Arnar Smárason (@smarason1) June 22, 2018
Ég beið í 6 daga eftir þessum leik. Tíminn leið hrottalega hægt. Það er líklega tæpt ár í leikinn eftir 4 daga. #fotbolti#fyrirÍsland#hmruv#hmruv
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) June 22, 2018