Geggjuð taktísk breyting ef Ísland hefði skorað á undan Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson er búinn að horfa á leikinn tvisvar sinnum aftur. vísir/vilhelm „Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28
Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00
Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16