„Þú verður eiginlega að spyrja miðjumennina og þá sem eru að skila 10-12 kílómetrum í leik. Ég er ekki að skila nema fimm kílómetrum,“ sagði Hannes í rigningunni í Kabardinka í morgun.
„Ég var sjálfur alltaf þyrstur og alltaf að sækja mér vatn. Ég fann að þetta tók sinn toll. Mér fannst þetta ekki hafa svakaleg áhrif á mig en mér finnst ekkert ólíklegt að þetta hafi tekið nokkur prósent úr strákunum sem þurfa að hlaupa mest.“
Var hitinn að trufla strákana í gær? pic.twitter.com/5lnuIoDfmr
— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 23, 2018
Völlurinn svolítið blautur í rigningunni en 24 stiga hiti og logn og því fínustu aðstæður til þess að æfa.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.