Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2018 19:15 Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00