„Heimir er búinn að hafa rétt fyrir sér alla undankeppnina og líka í Argentínuleiknum, en gátum við ekki bara spilað sama kerfi og við gerðum í leiknum á móti Argentínu?“ Spurði Hjörvar Hafliðason í umræðum Sumarmessunar um leikskipulag Íslands gegn Nígeríu eftir leikinn í gær.
Jóhannes Karl Guðjónsson vildi ekki taka undir þau orð að hugsanlega hafi Heimir gert mistök þegar hann stillti upp íslenska liðinu fyrir leikinn.
„Við hefðum getað verið í hvaða leikkerfi sem er, þetta er bara fyrst og fremst klaufagangur og einbeitingarleysi að klára ekki stöðuna einn á móti einum betur. Taktíkin hjá Heimi var alveg að virka, það var ekkert að því hvernig hann setti leikinn upp. Það sást alveg í fyrri hálfleiknum,“ sagði Jóhannes Karl.
Umræður Sumarmessunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Sumarmessan: Gátum við ekki bara spilað sama kerfi og á móti Argentínu?
Einar Sigurvinsson skrifar
Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti


Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti


Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

