Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Wallmart-mótinu sem fór fram í Arkansas um helgina en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Ólafía byrjaði fyrsta hringinn vel og endaði hann á tveimur undir pari þar sem hún fékk meðal annars full á átjándu holunni.
Í gær spilaði Ólafía svo á tveimur yfir pari. Hringurinn var kaflaskiptur hjá Ólafíu sem fékk fimm skolla en þrjá fugla. Hún endaði samanlagt því á parinu.
Ólafía endaði í 96. sætinu ásamt fjölmörgum öðrum keppendum en hún var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía komst ekki áfram eftir kaflaskiptan hring
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn

Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs
Íslenski boltinn

Hörður undir feldinn
Körfubolti


Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina
Enski boltinn


