Þrír leikir voru á dagskrá Pepsi-deildar kvenna í dag og einn þeirra fór fram í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV fékk Grindavík í heimsókn.
Rio Hardy kom Grindavík yfir um miðbik fyrri hálfleiks og fóru gestirnir með forystu inn í leikhlé.
Caroline Van Slambrouck náði að jafna fyrir heimakonur í upphafi síðari hálfleiks og fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur því 1-1 í hörkuleik.
Tvö stig skilja ÍBV og Grindavík að í fimmta og sjötta sæti deildarinnar.
