Maradona brjálaður og vill fá að hitta argentínska hópinn fyrir Nígeríuleikinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Maradona tók vel undir með þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Króatíu vísir/getty Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48