Bubba Watson tryggði sér sigur á Travelers Championship sem fram fór í Connecticut í Bandaríkjunum um helgina. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni.
Englendingurinn Paul Casey var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn en fór afar illa að ráði sínu í dag og spilaði á 2 höggum undir pari.
Á meðan spilaði Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson lokahringinn á sjö höggum undir pari og var því samtals á 17 höggum undir pari um helgina. Þetta er í þriðja skiptið sem Watson vinnur þetta mót.
Hinn 39 ára gamli Watson var að vinna sinn 12 sigur á PGA mótaröðinni.

