Þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 13:00 Elín Metta Jensen skoraði tvö í gærkvöld. vísir/ernir Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Sjá meira