Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Heimir þarf að passa upp á gulu spjöldin. vísir/vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30