„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 11:04 Það var létt yfir þeim Heimi Hallgrímssyni og Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundinum í Rostov í dag. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. Samningur Heimis nær fram yfir heimsmeistaramótið en hvað gerist svo er óvíst. Heimir sat fyrir svörum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi landsliðsins í Rostov í dag. „Hörður Snævar, hjá Bleikt og blátt,“ sagði einn af rúmlega tuttugu fjölmiðlamönnum sem fylgt hafa íslenska liðinu eftir hvert fótmál undanfarnar tvær vikur og tveimur dögum betur. Aron Einar var spurður út í hvernig honum gengi að ná sér eftir leikina, hvernig endurheimtin gengi. Aron Einar náði varla að koma upp orði því hann skellti endurtekið upp úr. Létt yfir mönnum og Heimir brosti líka. Fyrir þá sem ekki vita var Bleikt og blátt erótískt tímarit sem gefið var út árum saman á Íslandi. Þótti það umdeilt ekki síst í ritstjórn Séra Davíðs Þórs Jónssonar, prests í Laugarneskirkju. Rostov er vettvangurinn þar sem Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn.Vísir/Vilhelm Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa brugðið á leik á blaðamannafundum, íslenska þjálfaranum og leikmönnum til gamans. Líklega sýnist sitt hverjum um uppátækið. Blaðamenn hafa meðal annars kynnt sig sem fulltrúa Skinfaxa, Lögbirtingablaðsins en brandarann má mögulega rekja til kvikmyndarinnar Notting Hill, með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Þar kynnir bókasalinn Hugh Grant sig sem blaðamann Horse and Hound magazine þegar á þarf að halda. Heimir og Aron fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Ljóst er að þeir eru einbeittir fyrir leikinn á morgun. Segist Heimir vonast eftir góðum leik sem geri íslensku þjóðina stolta. Hvort leikurinn verði sá síðasti undir hans stjórn sé eitthvað sem hann sé ekki að pæla í. Þegar blaðamannafundinum lauk og Aron Einar og Heimir stóðu upp sagði Eyjapeyinn:„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“Salurinn hló, í það minnsta þeir sem tala íslensku.„Ef þú ferð úr að ofan,“ svaraði Hörður Snævar.Fyrirliðinn @ronnimall hló dátt að Bleikt og Blátt-sprellinu. pic.twitter.com/axFb3uFo54— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 25, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. Samningur Heimis nær fram yfir heimsmeistaramótið en hvað gerist svo er óvíst. Heimir sat fyrir svörum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi landsliðsins í Rostov í dag. „Hörður Snævar, hjá Bleikt og blátt,“ sagði einn af rúmlega tuttugu fjölmiðlamönnum sem fylgt hafa íslenska liðinu eftir hvert fótmál undanfarnar tvær vikur og tveimur dögum betur. Aron Einar var spurður út í hvernig honum gengi að ná sér eftir leikina, hvernig endurheimtin gengi. Aron Einar náði varla að koma upp orði því hann skellti endurtekið upp úr. Létt yfir mönnum og Heimir brosti líka. Fyrir þá sem ekki vita var Bleikt og blátt erótískt tímarit sem gefið var út árum saman á Íslandi. Þótti það umdeilt ekki síst í ritstjórn Séra Davíðs Þórs Jónssonar, prests í Laugarneskirkju. Rostov er vettvangurinn þar sem Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn.Vísir/Vilhelm Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa brugðið á leik á blaðamannafundum, íslenska þjálfaranum og leikmönnum til gamans. Líklega sýnist sitt hverjum um uppátækið. Blaðamenn hafa meðal annars kynnt sig sem fulltrúa Skinfaxa, Lögbirtingablaðsins en brandarann má mögulega rekja til kvikmyndarinnar Notting Hill, með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Þar kynnir bókasalinn Hugh Grant sig sem blaðamann Horse and Hound magazine þegar á þarf að halda. Heimir og Aron fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Ljóst er að þeir eru einbeittir fyrir leikinn á morgun. Segist Heimir vonast eftir góðum leik sem geri íslensku þjóðina stolta. Hvort leikurinn verði sá síðasti undir hans stjórn sé eitthvað sem hann sé ekki að pæla í. Þegar blaðamannafundinum lauk og Aron Einar og Heimir stóðu upp sagði Eyjapeyinn:„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“Salurinn hló, í það minnsta þeir sem tala íslensku.„Ef þú ferð úr að ofan,“ svaraði Hörður Snævar.Fyrirliðinn @ronnimall hló dátt að Bleikt og Blátt-sprellinu. pic.twitter.com/axFb3uFo54— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 25, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira