Möguleikar Íslands í kvöld: Erfitt að þurfa að treysta á Argentínu Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 08:30 Það eru allar líkur á því að Messi velji sig í liðið. vísir/vilhelm Strákarnir okkar eru í erfiðri stöðu á HM 2018 í fótbolta fyrir lokaumferð D-riðils í kvöld en þeir mæta Króatíu í Rostov við Don klukkan 21.00 að rússneskum tíma. Ef Ísland ætlar áfram þarf liðið að vinna Króatíu í kvöld og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Það gæti reynst banabiti Íslendinga því Argentínumenn eru ekki líklegir til afreka og Nígería má ekki vinna. Argentínska liðið er gjörsamlega í molum eftir að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum og hefur skuldinni nánast allri verið skellt á þjálfarann Jorge Sampaoli. Leikmenn hafa óskað eftir því að hann verði rekinn og hann missir starfið þegar HM er lokið. Argentínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmenn vilji sjálfir velja byrjunarliðið en þeir Lionel Messi og Javier Mascherano eiga að sjá um það. Allt saman mjög eðlilegt á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hér að neðan eru möguleikar Íslands í kvöld en allir taka mið af því að Ísland vinni Króatíu enda fer liðið ekki áfram nema að vinna leikinn.Fagna þessir í Rostov við Don í kvöld?Vísir/VilhelmStaðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Nígería 3 (2-2) 3. Ísland 1 (1-3) 4. Argentína 1 (1-4)Ef að Nígería vinnur Argentínu í kvöld er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu. Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif. Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Sjá meira
Strákarnir okkar eru í erfiðri stöðu á HM 2018 í fótbolta fyrir lokaumferð D-riðils í kvöld en þeir mæta Króatíu í Rostov við Don klukkan 21.00 að rússneskum tíma. Ef Ísland ætlar áfram þarf liðið að vinna Króatíu í kvöld og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Það gæti reynst banabiti Íslendinga því Argentínumenn eru ekki líklegir til afreka og Nígería má ekki vinna. Argentínska liðið er gjörsamlega í molum eftir að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum og hefur skuldinni nánast allri verið skellt á þjálfarann Jorge Sampaoli. Leikmenn hafa óskað eftir því að hann verði rekinn og hann missir starfið þegar HM er lokið. Argentínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmenn vilji sjálfir velja byrjunarliðið en þeir Lionel Messi og Javier Mascherano eiga að sjá um það. Allt saman mjög eðlilegt á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hér að neðan eru möguleikar Íslands í kvöld en allir taka mið af því að Ísland vinni Króatíu enda fer liðið ekki áfram nema að vinna leikinn.Fagna þessir í Rostov við Don í kvöld?Vísir/VilhelmStaðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Nígería 3 (2-2) 3. Ísland 1 (1-3) 4. Argentína 1 (1-4)Ef að Nígería vinnur Argentínu í kvöld er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu. Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif. Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Sjá meira
Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30
Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00