Skora á ráðherra að friða virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 18:13 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. Mats Wibe Lund Stjórn Landverndar sendi frá áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra um að hann friði Drangajökulssvæðið og vísar til tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands þess efnis. Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar er innan friðlandsins samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Drangajökulssvæðið er á meðal 112 svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að vernda í B-hluta náttúruminjaskrár sinnar. Í umsögn um svæðið segir meðal annars að möguleg virkjun vatnsfalla þar geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess. Þá gæti hún mögulega raskað ákveðnum jarðminjum. Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið í ályktun sem hún hefur samþykkt. Hún bendir á að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli samkvæmt náttúruverndarlögum leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, séu svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Fullyrðir stjórn Landverndar að Hvalárvirkjun muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi. Vegna þeirra minja sem finna má á svæðinu og víðernaupplifunar geti það skapað arðbærari tækifæri að vernda svæðið en virkja það. Því skorar Landvernd á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem sé raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því. „Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað,“ segir í ályktun stjórnar Landverndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 þangað til hann tók við ráðherraembætti í fyrra. Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Stjórn Landverndar sendi frá áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra um að hann friði Drangajökulssvæðið og vísar til tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands þess efnis. Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar er innan friðlandsins samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Drangajökulssvæðið er á meðal 112 svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að vernda í B-hluta náttúruminjaskrár sinnar. Í umsögn um svæðið segir meðal annars að möguleg virkjun vatnsfalla þar geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess. Þá gæti hún mögulega raskað ákveðnum jarðminjum. Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið í ályktun sem hún hefur samþykkt. Hún bendir á að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli samkvæmt náttúruverndarlögum leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, séu svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Fullyrðir stjórn Landverndar að Hvalárvirkjun muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi. Vegna þeirra minja sem finna má á svæðinu og víðernaupplifunar geti það skapað arðbærari tækifæri að vernda svæðið en virkja það. Því skorar Landvernd á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem sé raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því. „Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað,“ segir í ályktun stjórnar Landverndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 þangað til hann tók við ráðherraembætti í fyrra.
Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira