Rússneska mínútan var með hannyrðaívafi þetta kvöldið en Arnar Björnsson kynntist rússneskri húsmóður á sundlaugarbakkanum í Kabardinka.
37 gráðu hiti var á sundlaugarbakkanum þar sem Arnar hitti fyrir Marinu frá Moskvu sem var að prjóna fyrir eiginmanninn í undirbúningi fyrir veturinn.
Arnar get ekki betur séð en að Marina væri að prjóna sokk með hringprjóni.
Rússneska mínútan er fastur liður í Sumarmessunni sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags.
Rússneska mínútan: Prjónar lopasokka fyrir eiginmanninn í 37 stiga hita
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fleiri fréttir
