Viðskipti innlent

Borgi fyrir að vera á Hringbraut

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar.
Sjónvarpsstöðin Hringbraut býður sveitarfélögum að borga sig inn í þætti um umhverfismál.

Kemur fram í bréfi Hringbrautar að greiða þurfi 350 þúsund krónur fyrir að vera með í þáttunum sem hafi sem meginmarkmið „að auka umhverfisvitund almennings í bland við áhugavert efni með afþreyingargildi“.

Innifalið í verðinu eru tæplega 47 auglýsingamínútur. Að auki fylgir sá kaupauki að Hringbraut geri 40 til 90 sekúndna auglýsingamyndbönd fyrir 150 þúsund krónur.

Meðal sveitarfélaga sem rætt hafa tilboðið er Hveragerði þar sem bæjarráðið hafnaði erindinu. Þátturinn sem um ræðir heitir Súrefni. Umsjónarmenn hans eru Linda Blöndal og Pétur Einarsson.




Tengdar fréttir

Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði

Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×