Þegar innan við klukkutími var í leik Íslands og Króatíu þá var Heimir Hallgrímsson silkislakur upp í stúku hjá sínu fólki.
Það hlýtur að vera algjört einsdæmi á HM að þjálfari liðs í mótinu sé að hafa það náðugt upp í stúku þegar stutt er í leik.
Þar sat Heimir hjá konu sinni, Írisi Sæmundsdóttur, og syni þeirra, Hallgrími.
Áhorfendur eru byrjaðir að streyma í hitann inn á leikvanginum og bein lýsing í fullum gangi á Vísi hér.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Heimir upp í stúku með fjölskyldunni
Henry Birgir Gunnarsson á Rostov Arena skrifar
