Ísland er úr leik á HM eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum í riðlakeppni HM. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gengur stoltur frá mótinu.
„Ég held við höfum spilað gríðarlega vel að mínu mati,“ sagði Heimir í viðtali í beinni útsendingu RÚV eftir leikinn.
„Við báðum leikmenn að skilja allt eftir hér í Rostov og ég held að það hafi ekki verið mörg prósent eftir á batteríunum í leikslok.“
„Gáfum allt í þetta. Áttum nógu mörg færi til að vinna leikinn og sóknarlega sjaldan gert betur hvað færi varðar, vorum óheppnir fyrir framan markið en svona er fótboltinn.“
„Ég get ekki verið stoltari af strákunum og hrósa mönnum fyrir hvað þeir eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir land og þjóð.“
Heimir var að lokum spurður að því sem brennur á vörum allra, hver er framtíð hans?
„Ég hef sagt það frá byrjun að ég ætla ða gefa mér viku og fá að melta þetta mót. Svo veltur þetta ekki bara á mér, knattspyrnusambandið þarf að skoða hvort það þurfi að breyta einhverju,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Heimir: Sóknarlega sjaldan gert betur

Tengdar fréttir

Twitter eftir leik: „Aldrei verið stoltari sem Íslendingur“
Ísland er úr leik á HM í fótbolta eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum. Króatar skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum þegar íslenskt mark hefði sent okkur áfram þar sem Argentína vann Nígeríu með einu marki.

Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld
Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld.

Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap
Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM.