Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty „Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Sjá meira
„Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Sjá meira