Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 72 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana.
Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg líkt og í fyrra. Þá söfnuðust yfir 20 milljónir króna en liðin keppa sín á milli í áheitakeppni og hljóta meðlimir sigurliðsins flugmiða með WOW air í vinning. Í fyrra sigraði lið CCP en þau söfnuðu 1.651.000 krónum.
Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti.