David Lynch leiðréttir fréttaflutning um stuðning sinn við Trump Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júní 2018 16:15 Kvikmyndir leikstjórans David Lynch þykja súrrealískar og óræðar. Gárungar hafa gantast með að nú hafi Donald Trump tekist að láta leikstjórann útskýra eitthvað í fyrsta skipti á sínum ferli. Vísir/Getty Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra. Donald Trump Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra.
Donald Trump Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira