Oculis metið á fimm milljarða króna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. júní 2018 06:00 Sjúkdómar í afturhluta augans eru meðhöndlaðir með augnástungum og tækni Oculis felur því í sér byltingu fyrir þá sjúklinga sem þjást af slíkum sjúkdómum. Fyrirtækið á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans. Oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00
Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48