Rapparinn, sem var skotinn til bana fyrir utan mótorhjólasölu í síðustu viku, var lagður í opna kistu umkringdur svörtum rósum á íþróttaleikvangi í borginni Sunrise.
Sjá einnig: XXXTentacion: Stutt og stormasöm ævi lituð ofbeldishneigð og þunglyndi
Á myndum og myndskeiðum frá athöfninni má sjá gríðarlegan fjölda aðdáenda hans, sem margir hverjir voru í öngum sínum. Meðal þeirra sem vottuðu rapparanum viðringu sína, sem hét réttu nafni Jahseh Onfroy, voru fjölskyldumeðlimir hans. Þeir voru klæddir í svört föt sem skreytt voru með myndum af XXXTentacion og vísunum í lögin hans, en mörg þeirra náðu töluverðum vinsældum vestanhafs.
XXXTentacion er á vef breska ríkisútvarpsins talinn vera einn umdeildasti rappari í sögu listformsins. Hann gaf út tvær breiðskífur á stuttri ævi, 17 og ?, sem seldust í bílförmum. Hann hafði verið kærður fyrir heimilisofbeldi og átti hann að mæta fyrir dómara nokkrum vikum eftir andlátið. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á rapparanum.
Hér má nálgast ítarlega umfjöllun Vísis um ævi og störf XXXTentacion.
Just filmed this time lapse of the line outside XXXTentacion's funeral. This is only about half of the line. pic.twitter.com/bL3Xzo1L62
— Joel Franco (@OfficialJoelF) June 27, 2018