Vélin er sögð hafa hrapað á byggingarsvæði þar sem verið var að reisa íbúðablokk. Talsmenn slökkviliðsins í borginni staðfesta í samtali við breska ríkisútvarpið að fjórir hinna látnu hafi verið farþegar í vélinni. Sá fimmti var iðnaðarmaður sem unnið hafði á svæðinu.
Fyrstu fregnir herma að vélin hafi brotlent þegar flugmaður hennar reyndi að lenda. Mikill eldur hafi komið upp í vélinni er hún hafnaði á byggingarsvæðinu.
Vélin er sögð hafa verið í einkaeigu á síðustu árum. Áður hafði hún verið í umsjón héraðsstjórnarinnar í Uttar Pradesh, fylki í norðurhluta landsins.
Fyrrverandi flugmálaráðherra Indlands tísti um brotlendinguna í morgun. Þar vottar hann innilega samúð.
Saddened to hear about the unfortunate incident at #ghatkopar as Charter plane crashes in an open area. Salute to the pilot who showed presence of mind to avoid a big mishap, saving many lives at the cost of her own life. #RIP to all the 5 Dead. My deepest condolences.
— Praful Patel (@praful_patel) June 28, 2018