Trúði því varla þegar Messi sýndi honum fótinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 23:00 Lionel Messi fagnar marki sínu. Borðinn var væntanlega á sínum stað. Vísir/Getty Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira