Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2018 19:45 Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen. Dýr Norðurlönd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira