Southgate: Gerum hið ómögulega mögulegt Einar Sigurvinsson skrifar 10. júní 2018 14:00 Gareth Southgate. vísir/getty „Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
„Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00