Að lokum þremur hringum voru Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili jafnar á þurfti því að grípa til bráðabana, en Helga Kristín vann upp eins höggs forskot Ragnhildar frá gærdeginum.
Aðeins þurfti að leika eina hola í bráðabana þar sem Ragnhildur fékk fugl en Helga Kristín lék holuna á pari.
Annika Sörenstam, einn besti kylfingur sögunnar veitti Ragnhildi verðlaunin en hún er stödd hér á landi í tilefni af Stelpugolfdeginum, sem er í dag.
Lokahringnum í karlaflokki er enn ólokið en þegar níu holur eru eftir er Kristján Þór Einarsson í Golfklúbbi Mosfellsbæjar með tveggja högga forystu.
Verðlaunahafar á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki. Frá vinstri:
Helga Kristín Einarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir og Annika Sörenstam. Mynd/seth@golf.is #eimskipgolf2018pic.twitter.com/VPxsMKk2vt
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 10, 2018