Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum sínum. Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu- og upplýsingalög ekki við um störf þess. Fréttablaðið hefur kært synjun kjararáðs sem ítrekað slær því á frest að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU). Fréttablaðið bað þann 28. nóvember á síðasta ári um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Á nýju ári bað blaðamaður um að það yrði afmarkað nánar hvenær árið 2018 von gæti verið á svari. Ítrekun þess efnis var send 24. janúar. Svar kjararáðs barst 12. febrúar þar sem beiðninni var hafnað þar sem hún var of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU. Sama dag og synjun kjararáðs barst var því sent nýtt erindi þar sem aðeins var óskað eftir afritum af fundargerðum frá ársbyrjun 2013 og til dagsins í dag. Þegar ekkert svar hafði borist eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.Sjá einnig: Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þann 14. mars barst svar kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Í svarinu kom fram að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“. Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Kjararáð neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum sínum. Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu- og upplýsingalög ekki við um störf þess. Fréttablaðið hefur kært synjun kjararáðs sem ítrekað slær því á frest að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU). Fréttablaðið bað þann 28. nóvember á síðasta ári um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Á nýju ári bað blaðamaður um að það yrði afmarkað nánar hvenær árið 2018 von gæti verið á svari. Ítrekun þess efnis var send 24. janúar. Svar kjararáðs barst 12. febrúar þar sem beiðninni var hafnað þar sem hún var of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU. Sama dag og synjun kjararáðs barst var því sent nýtt erindi þar sem aðeins var óskað eftir afritum af fundargerðum frá ársbyrjun 2013 og til dagsins í dag. Þegar ekkert svar hafði borist eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.Sjá einnig: Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þann 14. mars barst svar kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Í svarinu kom fram að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“. Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32
Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00
Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20