Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum sínum. Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu- og upplýsingalög ekki við um störf þess. Fréttablaðið hefur kært synjun kjararáðs sem ítrekað slær því á frest að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU). Fréttablaðið bað þann 28. nóvember á síðasta ári um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Á nýju ári bað blaðamaður um að það yrði afmarkað nánar hvenær árið 2018 von gæti verið á svari. Ítrekun þess efnis var send 24. janúar. Svar kjararáðs barst 12. febrúar þar sem beiðninni var hafnað þar sem hún var of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU. Sama dag og synjun kjararáðs barst var því sent nýtt erindi þar sem aðeins var óskað eftir afritum af fundargerðum frá ársbyrjun 2013 og til dagsins í dag. Þegar ekkert svar hafði borist eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.Sjá einnig: Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þann 14. mars barst svar kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Í svarinu kom fram að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“. Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Kjararáð neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum sínum. Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu- og upplýsingalög ekki við um störf þess. Fréttablaðið hefur kært synjun kjararáðs sem ítrekað slær því á frest að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU). Fréttablaðið bað þann 28. nóvember á síðasta ári um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Á nýju ári bað blaðamaður um að það yrði afmarkað nánar hvenær árið 2018 von gæti verið á svari. Ítrekun þess efnis var send 24. janúar. Svar kjararáðs barst 12. febrúar þar sem beiðninni var hafnað þar sem hún var of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU. Sama dag og synjun kjararáðs barst var því sent nýtt erindi þar sem aðeins var óskað eftir afritum af fundargerðum frá ársbyrjun 2013 og til dagsins í dag. Þegar ekkert svar hafði borist eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.Sjá einnig: Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þann 14. mars barst svar kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Í svarinu kom fram að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“. Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32
Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00
Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20