Reiknum með Aroni gegn Argentínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2018 08:00 Aron Einar Gunnarsson rölti um grasið með Magnúsi Gylfasyni í gær. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leikmenn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vandlega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, sagði að fjarvera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svolítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkraþjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir uppbygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfaldlega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leikmenn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vandlega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, sagði að fjarvera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svolítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkraþjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir uppbygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfaldlega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30