Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2018 07:21 Björgunarskipið Aquarius við höfn í Sikiley í apríl. Vísir/EPA Borgarstjóri ítölsku borgarinnar Palermo á Sikiley ætlar að leyfa björgunarskipi með á sjöunda hundrað farandfólki sem bjargað var á Miðjarðarhafi að leggjast að bryggju í borginni þrátt fyrir að ný ríkisstjórn popúlista hafi lýst ítalskar hafnir lokaðar fyrir farandfólki. Björgunarskipið Aquarius á vegum þýsku hjálparsamtakanna SOS Méditerranée hefur verið fast úti á hafi eftir að stjórnvöld á bæði Möltu og Ítalíu neituðu því um leyfi til að koma til hafnar. Um borð eru 629 manns sem var bjargað á líbísku hafsvæði. Þrátt fyrir að málið félli undir lögsögu Ítalíu bað Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, annars stjórnarflokksins í nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna, stjórnvöld á Möltu um að taka við skipinu. Því höfnuðu Maltverjar. Bandalagið hefur boðað herta stefnu í innflytjendamálum og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka höfnum landsins fyrir farandfólki er talið fyrsta skýra dæmið um að þá stefnu í framkvæmd. Leoluca Orlando, borgarstjóri Palermo, sakar Salvini um að brjóta gegn alþjóðalögum með því að banna skipinu að koma til hafnar, að sögn The Guardian. „Hann hefur enn á ný sýnt að við erum undir öfgahægriríkisstjórn,“ segir borgarstjórinn. Borgarstjórar annarra borga á Suður-Ítalíu, þar á meðal í Napolí, Messina og Kalabríu, hafa lýst stuðningi við Palermo og segjast einnig tilbúnir að óhlýðnast skipunum ríkisstjórnarinnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Borgarstjóri ítölsku borgarinnar Palermo á Sikiley ætlar að leyfa björgunarskipi með á sjöunda hundrað farandfólki sem bjargað var á Miðjarðarhafi að leggjast að bryggju í borginni þrátt fyrir að ný ríkisstjórn popúlista hafi lýst ítalskar hafnir lokaðar fyrir farandfólki. Björgunarskipið Aquarius á vegum þýsku hjálparsamtakanna SOS Méditerranée hefur verið fast úti á hafi eftir að stjórnvöld á bæði Möltu og Ítalíu neituðu því um leyfi til að koma til hafnar. Um borð eru 629 manns sem var bjargað á líbísku hafsvæði. Þrátt fyrir að málið félli undir lögsögu Ítalíu bað Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, annars stjórnarflokksins í nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna, stjórnvöld á Möltu um að taka við skipinu. Því höfnuðu Maltverjar. Bandalagið hefur boðað herta stefnu í innflytjendamálum og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka höfnum landsins fyrir farandfólki er talið fyrsta skýra dæmið um að þá stefnu í framkvæmd. Leoluca Orlando, borgarstjóri Palermo, sakar Salvini um að brjóta gegn alþjóðalögum með því að banna skipinu að koma til hafnar, að sögn The Guardian. „Hann hefur enn á ný sýnt að við erum undir öfgahægriríkisstjórn,“ segir borgarstjórinn. Borgarstjórar annarra borga á Suður-Ítalíu, þar á meðal í Napolí, Messina og Kalabríu, hafa lýst stuðningi við Palermo og segjast einnig tilbúnir að óhlýðnast skipunum ríkisstjórnarinnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44