Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2018 09:00 Stórlax úr Hömrum í Hvítá Mynd: Fish Partner Hvítá í Árnessýslu er ekki í huga margra veiðimanna laxveiðiá en um hana fer engu að síður töluvert af laxi á leið sinni í árnar í uppsveitum Árnessýslu. Má þar kannski til dæmis nefna Stóru Laxá og Kálfá en lax veiðist líka í Hvítá sjálfri og eru nokkur svæði þar ansi gjöful. Eitt af þeim svæðum sem hefur lítið verið kynnt er Hamrar en Fish Partner hefur hafið sölu á veiðileyfum á svæði Hamra. Þetta skemmtilega tveggja stanga veiðisvæði á sér langa sögu. Mikið magn af laxi, sjóbirtingi og bleikju gengur um svæðið. Allur lax á leið í Brúará, Stóru Laxá, Litlu Laxá, Tungufljót, Fossá og Dalsá fer um svæðið. Hamrar eru við ármót Brúarár og Hvítár. Laxinn á það til að hanga í skilum fersk- og jökulvatnsins langt fram á haust áður en hann gengur upp árnar til hrygningar. Því er spennandi að kasta á skilin. Þrír merktir veiðistaðir eru á svæðinu, Hamrar, Ullarklettur og Hængaklettur. Þeir eru allir stórir og miklir en fiskur getur legið á öllu svæðinu og því um að gera að veiða svæðið allt vel. Hamrar geta oft geymt stóra fiska.Veitt er á tvær stangir á svæðinu. Veiðileyfi fást á www.fishpartner.is Mest lesið Líklega fyrsti 20 pundarinn í sumar Veiði Húseyjakvísl hefur gefið um 200 fiska það sem af er vori Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Mæðgur kljást við sama fiskinn á sama tíma Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Þrjár síðsumars flugur í laxaboxið Veiði
Hvítá í Árnessýslu er ekki í huga margra veiðimanna laxveiðiá en um hana fer engu að síður töluvert af laxi á leið sinni í árnar í uppsveitum Árnessýslu. Má þar kannski til dæmis nefna Stóru Laxá og Kálfá en lax veiðist líka í Hvítá sjálfri og eru nokkur svæði þar ansi gjöful. Eitt af þeim svæðum sem hefur lítið verið kynnt er Hamrar en Fish Partner hefur hafið sölu á veiðileyfum á svæði Hamra. Þetta skemmtilega tveggja stanga veiðisvæði á sér langa sögu. Mikið magn af laxi, sjóbirtingi og bleikju gengur um svæðið. Allur lax á leið í Brúará, Stóru Laxá, Litlu Laxá, Tungufljót, Fossá og Dalsá fer um svæðið. Hamrar eru við ármót Brúarár og Hvítár. Laxinn á það til að hanga í skilum fersk- og jökulvatnsins langt fram á haust áður en hann gengur upp árnar til hrygningar. Því er spennandi að kasta á skilin. Þrír merktir veiðistaðir eru á svæðinu, Hamrar, Ullarklettur og Hængaklettur. Þeir eru allir stórir og miklir en fiskur getur legið á öllu svæðinu og því um að gera að veiða svæðið allt vel. Hamrar geta oft geymt stóra fiska.Veitt er á tvær stangir á svæðinu. Veiðileyfi fást á www.fishpartner.is
Mest lesið Líklega fyrsti 20 pundarinn í sumar Veiði Húseyjakvísl hefur gefið um 200 fiska það sem af er vori Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Mæðgur kljást við sama fiskinn á sama tíma Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Þrjár síðsumars flugur í laxaboxið Veiði